The L-Space Web

Dauðinn og það sem fylgir

Smásaga úr Diskheimi
Eftir Terry Pratchett

Copyright © Terry Pratchett 2002


Þegar Dauðinn hitti heimspekinginn, sagði heimspekingurinn frekar æstur: "á þessari stundu, skilurðu, er ég bæði dauður og ekki dauður".

Dauðinn andvarpaði. Æi nei, einn af þessum, hugsaði hann. Þetta verður um skammtafræði aftur. Hann þoldi ekki að eiga við heimspekinga. Þeir reyndu alltaf að koma sér hjá þessu.

"Sjáðu til," sagði heimspekingurinn, á meðan Dauðinn horfði hreyfingarlaus á sand lífsins renna í gegnum stundaglasið, "allt er gert úr pínulitlum ögnum, sem hafa þann einkennilega eiginleika að vera á mörgum stöðum á sama tíma. En hlutir úr mörgum pínulitlum ögnum virðast alltaf vera á einum stað á einum tíma, sem virðist ekki rétt miðað við skammtafræðina. Má ég halda áfram?"

JÁ EN EKKI ÓENDANLEGA, sagði Dauðinn. ALLT ER HVERFULLT. Hann tók ekki augun af sandinum sem rann áfram niður.

"jæja þá, ef við erum sammála um að það séu óendanlega margir alheimar, þá er vandamálið leyst! Ef það er óendanlegur fjöldi alheima, þá getur þetta rúm verið í milljónum þeirra, öllum á sama tíma!"

HREYFIST ÞAÐ?

"Hvað?"

Dauðinn nikkaði í átt að rúminu. FINNUR ÞÚ ÞAÐ HREYFAST? Spurði hann.

"Nei, því það eru milljón útgáfur af mér líka, og... hérna er góði parturinn...í sumum þeirra er ég ekki að deyja! Allt er mögulegt!"

Dauðinn klappaði á handfangið á ljánum sínum á meðan hann velti þessu fyrir sér.

OG MÁLIÐ ER...?

"Sko, ég er ekki beint dauðvona, ekki satt? Þú ert ekki lengur eins mikil staðreynd.

Það kom andvarp frá Dauðanum. Geimurinn, hugsaði hann. Þar var vandamálið. Þetta var aldrei svona á veröldum þar sem himinninn var alltaf skýjaður. En um leið og mannkynið sá allann þennan geim, þöndust heilar þeirra út til að reyna að fylla upp í hann.

"Ekkert svar, hey?" sagði hinn dauðvona heimspekingur. "Finnst þér þú vera dálítið gamaldags?"

ÞETTA ER HREINLEGA VANDAMÁL, sagði Dauðinn. Einu sinni báðu þeir, hugsaði hann. En samt, hann hafði aldrei verið viss um að bænir dygðu heldur. Hann hugsaði málið um stund. OG ÉG SKAL SVARA ÞÉR SVONA, bætti hann við. ELSKAR ÞÚ KONUNA ÞÍNA?

"Hvað?"

KONAN SEM HEFUR VERIÐ AÐ HUGSA UM ÞIG. ELSKAR ÞÚ HANA?

"Já. Auðvitað."

GETUR ÞÚ HUGSAÐ UM EINHVERJAR KRINGUMSTÆÐUR ÞAR SEM ÞÚ, ÁN ÞESS AÐ ÞÍN PERSÓNULEGA SAGA BREYTTIST AÐ NEINU LEYTI, MYNDIR Á ÞESSU AUGNABLIKI TAKA UPP HNÍF OG STINGA HANA? Sagði Dauðinn. TIL DÆMIS?

"Alls ekki!"

EN KENNINGIN ÞÍN SEGIR AÐ ÞÚ GETIR ÞAÐ. ÞAÐ ER AUÐVELDLEGA HÆGT INNAN LÍKAMLEGRA LAGA ALHEIMSINS OG HLÝTUR ÞESS VEGNA AÐ GERAST OG GERAST OFT. HVERT AUGNABLIK ER BILLJÓN, BILLJÓN AUGNABLIK OG Á ÞESSUM AUGNABLIKUM ER ALLT SEM ER MÖGULEGT ÓHJÁKVÆMILEGT. ALLUR TÍMI, FYRR EÐA SÍÐAR, VERÐUR AÐ AUGNABLIKI.

"En auðvitað getum við valið á milli-"

ERU VALMÖGULEIKAR? ALLT SEM GETUR GERST VERÐUR AÐ GERAST. KENNINGIN ÞÍN SEGIR AÐ FYRIR HVERN ALHEIM SEM ER SKAPAÐUR TIL AÐ RÚMA 'NEI-IÐ' ÞITT, VERÐUR AÐ VERA ANNAR SEM RÚMAR 'JÁ-IÐ' ÞITT. EN ÞÚ SAGÐIST ALDREI MYNDA FREMJA MORÐ. EFNI ALHEIMSINS SKELFUR UNDAN HINNI HRÆÐILEGU FULLVISSU ÞINN. SIÐFERÐISVITUND ÞÍN VERÐUR AÐ MÆTTI JAFN STERKUM AÐDRÁTTARAFLINU. Og, hugsaðin Dauðinn, geimurinn hefur fyrir margt að svara.

"Var þetta kaldhæðni?"

Í RAUNINNI, NEI. ÉG ER SNORTINN OG FORVITINN. Sagði Dauðinn. HUGMYNDIN SEM ÞÚ LAGÐIR FYRIR MIG SANNAR TILVIST TVEGGJA HEIMA, SEM HINGAÐ TIL HAFA VERIÐ MÝTUR. EINHVERSSTAÐAR ER HEIMUR ÞAR SEM ALLIR VÖLDU RÉTT, SIÐFERÐISLEGA RÉTT, VÖLDU ÞAÐ SEM HÁMARKAÐI HAMINGJU MEÐLÍFVERA ÞEIRRA, AUÐVITAÐ ÞÝÐIR ÞAÐ AÐ EINHVERSSTAÐAR ERU BRUNNAR RÚSTIR HEIMSIMS ÞAR SEM ÞAU GERÐU ÞAÐ EKKI

"Æi, láttu ekki svona! Ég veit hvað þú ert að gefa í skyn, og ég hef aldrei trúað á neitt af þessu himnaríki og helvíti bulli!"

Herbergið varð dimmra. Bláa röndin á brún ljásins var að verða greinilegri.

ÓTRÚLEGT, sagði Dauðinn. ALVEG ÓTRÚLEGT. LEYFÐU MÉR AÐ KOMA MEÐ AÐRA UPPÁSTUNGU: AÐ ÞÚ SÉRT EKKERT NEMA HEPPIN APATEGUND SEM ER AÐ REYNA AÐ SKILJA FJÖLBREYTILEIKA SKÖPUNARINNAR MEÐ TUNGUMÁLI SEM VAR ÞRÓAÐ MEÐ ÞAÐ Í HUGA AÐ SEGJA HVOR ÖÐRUM HVAR ÞROSKUÐU ÁVEXTIRNIR VÆRU.

Heimspekingurinn náði með andköfum að segja: "vertu ekki með þessa vitleysu."

ATHUGASEMDIN ÁTTI EKKI AÐ VERA LÍTILLÆKKANDI, sagði Dauðinn. UNDIR KRINGUMSTÆÐUNUM HAFIÐ ÞIÐ ÁORKAÐ MJÖG MIKLU.

"Við höfum allavegana sloppið frá gamaldags hjátrú!"

VEL GERT, sagði Dauðinn. ÞETTA ER MÁLIÐ. MIG LANGAÐI BARA AÐ ATHUGA.

Hann hallaði sér fram.

OG GERIR ÞÚ ÞÉR GREIN FYRIR KENNINGUNNI UM AÐ ÁSTAND SUMRA ÞESSARA AGNA SÉ ÓSKILGREINT ÞAR TIL Á ÞVÍ AUGNABLIKI SEM ÞÆR SJÁST? ÞAÐ ER OFT MINNST Á KÖTT Í KASSA.

"Ó, já" sagði heimspekingurinn.

GOTT, sagði Dauðinn. Hann stóð á fætur um leið og síðasta ljósið dó út og brosti.

ÉG SÉ ÞIG...


"Death and What Comes Next" var upprunalega skrifað fyrir og birtist í Timehunt (http://www.timehunt.com/timehunt.html), leikjavefur með framúrstefnulegum gátum.

L-Space Vefurinn hefur góðfúslega fengið leyfi til að birta söguna, en Terry Pratchett á allann rétt á endurprentun og annan rétt á sögunni.

Þýðandi: Andrea Ævars


[Up]
This section of L-Space is maintained by The L-Space Librarians

The L-Space Web is a creation of The L-Space Librarians
This mirror site is maintained by Colm Buckley